Eins og það útleggst á austturrísku:
JØSSES NAH!
- Tíminn flýgur!
Það er svo sem ekki í frásögur færandi að ég hef haft mikið um eyrun. Aðallega þó Tóbías. Hann er orðinn svo duglegur að hreyfa sig, hann kemst út um alla íbúð á augnabliki og líkist mest ólympíumeistara í skautahlaupi, ýtir sér áfram á höndunum á víxl. Í dag láum ég og B. í sófanum og hann varð svo æstur (vildi komast uppí), að hann reisti sig upp við sófann og stóð þar eins og ég ímynda mér að Bjartur í Sumarhúsum hafi staðið á bæjarhólnum. En allavega: maður hefur sem sagt nóg að gera við að hlaupa á eftir þessu tryllitæki.
Við B. tókum okkur saman og pöntuðum okkur fjöldskylduvagn fyrir sumarið. Ég reiknaði út að reiðhestur sá kostar aðeins einn tuttugasta af verði bíls sem við sáum á bílasölu í dag. Hann var þó mikið notaður og þónokkuð hræ. Ég hlakka alveg svakalega til að geta keyrt með Tóbías í vagninum í sumar.
Hér er að koma vor: laufblöðin alveg að koma á linditréð og stórborgarkórinn Staka farinn að æfa tónleysuna (tíhí) eftir hann Stefán í tilefni vornóttanna. Það er hins vegar lygi að beykið springi fyrst út, slíkt er aðeins hægt í ímyndun Dana, því eftir því sem ég bezt veit springur yllirinn fyrst út í garðinum hjá okkur. Og hana nú!
Annað er ekki að frétta nema að það er komin ísbúð á Vesterbros Torv og geðveikur lakkrísís (emmess kemst ekki hænufet nálægt þessu) - og hver er með tærnar þar sem Parad Ís er með hælana?
Að lokum vil ég minna á stórljóð frá níunda áratugnum þegar árið 2005 var aðeins fjarlægur tæknidraumur:
Um ba
na
na
na
tvo & tvo
saman er vafið rauðu límbandi að
vega upp á móti gula litnum
Gyrðir E rock on!
sunnudagur, apríl 17, 2005
laugardagur, mars 12, 2005
Árós
Jebb, þá er maður loksins farinn í frí og kominn heim úr fríinu. Leiðin lá lárétt vestur til Jótlands, þar sem ástkær B hélt námskeið í tölvunördi á Journalisthöjskolen. Nánara tiltekið í Árósum. Þetta þýddi náttúrlega fyrir mig, heimavinnandi húsmóðurina, að ég gat látið mig og tveggja-tanna-tryllitækið fljóta með farangrinum þangað vestur. Það er ekki að spyrja að því að farangurinn varð "aðeins" meiri við uppátækið, en hva!
Ferðin var vægast sagt algjör snilld! Ég ráfaði þarna um með barnavagninn og eyddi ótæpilega af barnseignaorlofspeningum - mest þó í efni. Í svona litlum bæ er hægt að koma fyrir ótrúlega mörgum efnabúðum, svo ekki sé talað um saumavélabúðirnar!
Ég fór á Aros, sem er splúnkunýja listasafnið þeirra. Byggingin var ok innaní, þótt hún sé svona hallærisleg að utan og algjört djók svona skipulagslega séð (og eitthvað Guggenheim-imitat formlega séð). En í húsinu var meiriháttar sýning eftir Bill Viola, en flottasta verkið var eiginlega "Five Angels for the Millenium" sem er í eigu safnsins - mæli eindregið með túr þangað ef þið eruð á leið til Árósa á annað borð.
Ég hitti svo ástkæra vini mína, píanistann og tónskáldann, þó í sitthvoru lagi í þetta skiptið ;). Það var upplifun eins og venjulega að fá að vera með svona góðu fólki og ótrúlegt að þegar maður hittist er eins og það sé ekki liðin nema vika síðan síðast. Bare dejligt!
Á leiðinni heim vorum við svo óheppin að hafa sessunaut sem fyrir utan að líta illa út hafði ekki farið í bað síðustu þrjá mánuði. Stúlkan sú var svo hrifin af Tobba greyinu að hún lét hann ekki vera alla ferðina. Ég hafði ekki hjarta í mér til að segja neitt við hana, hún var svo barnaleg eitthvað að ég vorkenndi henni eiginlega. En það kostaði eitt stykki svefnlausa nótt hjá mér því Tobí kallinn vaknaði á klukkutíma fresti með martraðir alla nóttina.
En allavega... Góð vika liðin, kortið straujað og mjúkt og við B afslappaðri en nokkru sinni. En hvað lífið getur verið ljúft!
Jebb, þá er maður loksins farinn í frí og kominn heim úr fríinu. Leiðin lá lárétt vestur til Jótlands, þar sem ástkær B hélt námskeið í tölvunördi á Journalisthöjskolen. Nánara tiltekið í Árósum. Þetta þýddi náttúrlega fyrir mig, heimavinnandi húsmóðurina, að ég gat látið mig og tveggja-tanna-tryllitækið fljóta með farangrinum þangað vestur. Það er ekki að spyrja að því að farangurinn varð "aðeins" meiri við uppátækið, en hva!
Ferðin var vægast sagt algjör snilld! Ég ráfaði þarna um með barnavagninn og eyddi ótæpilega af barnseignaorlofspeningum - mest þó í efni. Í svona litlum bæ er hægt að koma fyrir ótrúlega mörgum efnabúðum, svo ekki sé talað um saumavélabúðirnar!
Ég fór á Aros, sem er splúnkunýja listasafnið þeirra. Byggingin var ok innaní, þótt hún sé svona hallærisleg að utan og algjört djók svona skipulagslega séð (og eitthvað Guggenheim-imitat formlega séð). En í húsinu var meiriháttar sýning eftir Bill Viola, en flottasta verkið var eiginlega "Five Angels for the Millenium" sem er í eigu safnsins - mæli eindregið með túr þangað ef þið eruð á leið til Árósa á annað borð.
Ég hitti svo ástkæra vini mína, píanistann og tónskáldann, þó í sitthvoru lagi í þetta skiptið ;). Það var upplifun eins og venjulega að fá að vera með svona góðu fólki og ótrúlegt að þegar maður hittist er eins og það sé ekki liðin nema vika síðan síðast. Bare dejligt!
Á leiðinni heim vorum við svo óheppin að hafa sessunaut sem fyrir utan að líta illa út hafði ekki farið í bað síðustu þrjá mánuði. Stúlkan sú var svo hrifin af Tobba greyinu að hún lét hann ekki vera alla ferðina. Ég hafði ekki hjarta í mér til að segja neitt við hana, hún var svo barnaleg eitthvað að ég vorkenndi henni eiginlega. En það kostaði eitt stykki svefnlausa nótt hjá mér því Tobí kallinn vaknaði á klukkutíma fresti með martraðir alla nóttina.
En allavega... Góð vika liðin, kortið straujað og mjúkt og við B afslappaðri en nokkru sinni. En hvað lífið getur verið ljúft!
föstudagur, janúar 21, 2005
De tous les jours au quotidien
Argh, hvenær kemur eiginlega hversdagsleikinn aftur? Allt er nýtt í þessu nýja lífi manns, enginn dagur eins. Maður hefði nú haldið að það væri lúxuss að lifa svona thrilling lífi hérna í denn. En nú sakna ég bara hversdagsleikans. Sakna þess að leiðast og hafa Ekkert að gera. Kíkja í bók, surfa allan daginn... Sakna þess líka að nenna ekki neinu og hafa leyfi til þess. Að vakna einn daginn og vera löt og láta það bara eftir sér.
Good-bye old selfish me. Hello supermom!
Það er nóg að gera hjá mér. Þið hafið kannski tekið eftir því að sífellt lengra er á milli blogga. Það er einmitt vegna þess að ég er svo bissí. Ekki bara við að vera póstmóderníska húsmóðirin (því ég er hætt að baka) heldur við að vera skipulagsfræðikennari, fatadesigner og aktíf í mæðragrúppunni. Er þ.a. auki búin að bjóðast til að taka að mér einn krakka í viðbót einn eftirmiðdag í viku eða svo. En það verður ekkert úr því ef ég þekki móður krakkans rétt (hún nennir n.l. ekki að byrja í skólanum).
Í fréttum er allra helst að það heyrist ekkert frá kirkjumálaráðuneytinu, þótt við höfum sent umsókn um Flókanafnið fyrir þremur mánuðum síðan. Það gerist bara ekki neitt. Reyndar eru kosningar í næsta mánuði svo það er vonandi allt á uppleið, þ.e.a.s. með nýrri stjórn. Ég er að vonast til þess að allt verði útlendingavænna ef það tekst að ryðja Píu Kærsgaard út úr ríkisstjórninni. Hins vegar er ekki hægt að stóla á Danina að kjósa rétt, þannig að maður liggur á bæn á hverju kvöldi í von um að storka örlögunum.
Tobias stækkar og dafnar. Hann er orðinn svo mannalegur og hræðilega mikil læti í honum. Hann liggur og talar við sjálfan sig (og leikföngin, reyndar) endalaust og er orðinn svona duglegur að hreyfa sig. Ég held ykkur að segja að ein mesta martröð Bernhards sé að verða að raunveruleika - drengurinn verður fótboltamaður!
Argh, hvenær kemur eiginlega hversdagsleikinn aftur? Allt er nýtt í þessu nýja lífi manns, enginn dagur eins. Maður hefði nú haldið að það væri lúxuss að lifa svona thrilling lífi hérna í denn. En nú sakna ég bara hversdagsleikans. Sakna þess að leiðast og hafa Ekkert að gera. Kíkja í bók, surfa allan daginn... Sakna þess líka að nenna ekki neinu og hafa leyfi til þess. Að vakna einn daginn og vera löt og láta það bara eftir sér.
Good-bye old selfish me. Hello supermom!
Það er nóg að gera hjá mér. Þið hafið kannski tekið eftir því að sífellt lengra er á milli blogga. Það er einmitt vegna þess að ég er svo bissí. Ekki bara við að vera póstmóderníska húsmóðirin (því ég er hætt að baka) heldur við að vera skipulagsfræðikennari, fatadesigner og aktíf í mæðragrúppunni. Er þ.a. auki búin að bjóðast til að taka að mér einn krakka í viðbót einn eftirmiðdag í viku eða svo. En það verður ekkert úr því ef ég þekki móður krakkans rétt (hún nennir n.l. ekki að byrja í skólanum).
Í fréttum er allra helst að það heyrist ekkert frá kirkjumálaráðuneytinu, þótt við höfum sent umsókn um Flókanafnið fyrir þremur mánuðum síðan. Það gerist bara ekki neitt. Reyndar eru kosningar í næsta mánuði svo það er vonandi allt á uppleið, þ.e.a.s. með nýrri stjórn. Ég er að vonast til þess að allt verði útlendingavænna ef það tekst að ryðja Píu Kærsgaard út úr ríkisstjórninni. Hins vegar er ekki hægt að stóla á Danina að kjósa rétt, þannig að maður liggur á bæn á hverju kvöldi í von um að storka örlögunum.
Tobias stækkar og dafnar. Hann er orðinn svo mannalegur og hræðilega mikil læti í honum. Hann liggur og talar við sjálfan sig (og leikföngin, reyndar) endalaust og er orðinn svona duglegur að hreyfa sig. Ég held ykkur að segja að ein mesta martröð Bernhards sé að verða að raunveruleika - drengurinn verður fótboltamaður!
mánudagur, desember 06, 2004
Póstmódernístískar húsmæður
Puj he, það er erfitt að vera heimavinnandi. Ekki nema von að kvenmenn í úthverfum hafi leiðst í hel fyrir tveimur áratugum eða svo. Aldrei hef ég haft jafn mikið að gera! Eða allavega er tilfinningin þarna: "ég næ þessu aldrei"...
Samt er þetta ekki erfitt: taka til (neðst á listanum, ég næ því aldrei), vaska upp (er svo heppin ad ég næ því heldur aldrei, því það er ofar á listanum hans B. en á mínum), þvo þvott, setja hann á snúruna, taka hann niður aftur og setja upp í skáp, elda, gefa Tobiasi ad borda, setja Tobias í bað, kaupa jólagjafir... Ekki erfidur listi en vefst fyrir mér. Ég held ég sé á rangri hillu, ætti að vera arkítekt í staðinn!
Er að reyna að "lifa upp til" standardsins sem póstmódernístísk húsmóðir. Geri mitt besta til að ná að baka á sunnudögum og svona. Verð að segja að það er ekki auðvelt. Tókst þó að gera jólakort í gær. Glæd jer til det! Þau eru ekkert smá flott!!!
Puj he, það er erfitt að vera heimavinnandi. Ekki nema von að kvenmenn í úthverfum hafi leiðst í hel fyrir tveimur áratugum eða svo. Aldrei hef ég haft jafn mikið að gera! Eða allavega er tilfinningin þarna: "ég næ þessu aldrei"...
Samt er þetta ekki erfitt: taka til (neðst á listanum, ég næ því aldrei), vaska upp (er svo heppin ad ég næ því heldur aldrei, því það er ofar á listanum hans B. en á mínum), þvo þvott, setja hann á snúruna, taka hann niður aftur og setja upp í skáp, elda, gefa Tobiasi ad borda, setja Tobias í bað, kaupa jólagjafir... Ekki erfidur listi en vefst fyrir mér. Ég held ég sé á rangri hillu, ætti að vera arkítekt í staðinn!
Er að reyna að "lifa upp til" standardsins sem póstmódernístísk húsmóðir. Geri mitt besta til að ná að baka á sunnudögum og svona. Verð að segja að það er ekki auðvelt. Tókst þó að gera jólakort í gær. Glæd jer til det! Þau eru ekkert smá flott!!!
mánudagur, nóvember 01, 2004
Bubamara!
Ef það fór framhjá einhverjum, var drengurinn skírður á laugardegi fyrir rúmri viku. Nafnið var Tobias. Leyfi fékkst ekki fyrir öðru fornafninu, Flóki. Hins vegar getur vel verið að það verði seinna, og þar af leiðandi köllum við hann jú Tobias Flóka.
Allt í læ hér á bæ, tíminn líður hratt og haustið er komið. Við vorum í Dyrehaven um daginn með foreldrum Bernhards í fallegu veðri. Laufblöðin eru orðin gul/ appelsínugul og hjörtunum (?) hefur verið sleppt út úr girðingunum, þannig að þeir eru út um allt og koma mjög nálægt manni. Ég mæli með túrnum. Og eplakökunni á Piils.
Ef það fór framhjá einhverjum, var drengurinn skírður á laugardegi fyrir rúmri viku. Nafnið var Tobias. Leyfi fékkst ekki fyrir öðru fornafninu, Flóki. Hins vegar getur vel verið að það verði seinna, og þar af leiðandi köllum við hann jú Tobias Flóka.
Allt í læ hér á bæ, tíminn líður hratt og haustið er komið. Við vorum í Dyrehaven um daginn með foreldrum Bernhards í fallegu veðri. Laufblöðin eru orðin gul/ appelsínugul og hjörtunum (?) hefur verið sleppt út úr girðingunum, þannig að þeir eru út um allt og koma mjög nálægt manni. Ég mæli með túrnum. Og eplakökunni á Piils.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)