laugardagur, maí 06, 2006

aftur status:

fékk neikvætt svar frá landslagsarkítektunum sem voru greinilega að leita að mér reyndari manneskju. fór svo í annað atvinnuviðtal í gær sem mér fannst ganga mun betur en síðasta. fólkið var einhvern veginn svo miklu afslappaðra og meira prófessjónalt.

í schönbergsgade er búið að setja rör í veggina í baðherberginu. það er eitthvað sjúsk finnst mér, en reddast svosem. búið að fylla í gatið á milli hæða greinilega með stálullarbombu og svo flotað smá yfir draslið (tómahljóð í þessu). Það er allt svo skrítið í útlöndum. en fegin er ég að heyra ekki erik skíta (manninn á hæðinni fyrir neðan). ja, þótt það hafi svosem ekki verið vandamál hingað til.

stakan syngur á morgun fyrir gesti og gangandi sem villast úr kristjaníu á leið í bæinn. skemmtilegt prógramm og krefjandi fyrir litla kórinn, en reddast, reddast!

sjáumst kannski þar?! refshalevej 80 kl. 15. be there ;)

miðvikudagur, maí 03, 2006

status

hm. fór í atvinnuviðtalið á mánudaginn og var sálgreind af rekstrarstjóranum. fannst það frekar óþægilegt. ef hann hefði sleppt því að spyrja þessara skrítnu spurninga og bara spurgt mig hver ég væri, hefði ég getað sagt honum þetta allt á innanvið fimm mínútum. það má til gamans geta, að viðtalið varaði í einn tíma og kortér.

er þó ekki búin að fá svar þaðan. hver veit nema ég fái djobbið.

annars allt á réttri leið. fékk eina flís senda til að skoða, líst bara ágætlega á litinn. þetta er þó greinilega ekkert design-undur, þessi flís. en ég þekki ekkert til flísaiðnaðarins, þeir eru kannski ekki haldnir fullkomnunaráráttu í þeim bransa.

halli bró ætlar að kíkja á okkur í næstu viku, júbbí! þá er loksins hægt að taka til hendinni ;)

ses

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Jæja: loksins er vorið komið

Já, það er sólskin í dag og maríuhænurnar syngja í óútsprungnu birkinu. Við B. héldum frí í dag (já, hann á að skila verkefni eftir einaoghálfa viku, æ nó), fórum út að borða í hádeginu (ég var búin að gleyma hversu hálffullur maður getur orðið af shiraz um hádegisbil), fórum svo í langan göngutúr og fengum okkur kaffi í sólinni. Hljómar þetta ekki rómantískt? Loksins!

Blessuð íbúðin er að manni finnst alveg að verða tilbúin, það eru komnir menn í klósettrörið og eitthvað að gerast. Ég er að skoða sturtur og annað, verð að fara að kaupa flísar hvað úr hverju.

Mér var svo boðið í atvinnuviðtal á mánudaginn. Visj mí lökk, ég þarf svo sannarlega á góðu starfi að halda (og þetta er það!). Uss uss, segjum ekki of mikið um það.

Ég ætlaði svo bara að segja takk takk systkini mín fyrir að vera svona lík mér ;) Þið vitið hvað ég er að tala um.

mánudagur, apríl 10, 2006

Þetta er orðið fyndið

Jebbs. Ég ákvað að sleppa píparanum fyrir páska fyrst að ég varð veik í einaoghálfa viku og komst ekki í hina alræmdu íbúð.
Helene hjálpaði mér í gær og ég held sveimérþá að það séu þrjú herbergi að verða tilbúin til innflutnings! En það breytir svo sem engu, við flytjum ekki fyrr en við erum komin með baðherbergi.

Þannig að ég er í tómstundum mínum byrjuð að skrifa umsóknir aftur. Búin að senda fimm eftir að ég vaknaði upp af dvala (flenzunni). Ég er voðalega stolt af sjálfri mér.

Við erum svo á leiðinni á klakann, í veitslu (hljómar eins og tékkneska, en er færeyska) og skírn hjá ástkærum bróður mínum. Jei, ég var farin að sakna fjölskylduboðanna! Brauðtertur, here I come! ;)

mánudagur, mars 27, 2006

Jæja jæja

Þá er að síga ró á mig. Píparinn kom náttúrulega ekki í síðustu viku en kannski í lok þessarar viku. Allt sem hefur verið sagt við mig í þessu máli hefur annað hvort verið lygi eða misskilningur, ef ekki bæði. Ég trúi engum meir. Kemur í ljós NÚNA að lagnirnar eru EKKI ólöglegar, sem þýðir að þær verða eins og þær eru áfram. Það þýðir þó ekki að málið verði minna flókið fyrir það. Og það þýðir heldur ekki að við fáum baðherbergi fyrr en í lok maí. Hvað er málið með þetta bað?

Eitt er víst. Þetta er óhuggulegur bransi.