Jæja: loksins er vorið komið
Já, það er sólskin í dag og maríuhænurnar syngja í óútsprungnu birkinu. Við B. héldum frí í dag (já, hann á að skila verkefni eftir einaoghálfa viku, æ nó), fórum út að borða í hádeginu (ég var búin að gleyma hversu hálffullur maður getur orðið af shiraz um hádegisbil), fórum svo í langan göngutúr og fengum okkur kaffi í sólinni. Hljómar þetta ekki rómantískt? Loksins!
Blessuð íbúðin er að manni finnst alveg að verða tilbúin, það eru komnir menn í klósettrörið og eitthvað að gerast. Ég er að skoða sturtur og annað, verð að fara að kaupa flísar hvað úr hverju.
Mér var svo boðið í atvinnuviðtal á mánudaginn. Visj mí lökk, ég þarf svo sannarlega á góðu starfi að halda (og þetta er það!). Uss uss, segjum ekki of mikið um það.
Ég ætlaði svo bara að segja takk takk systkini mín fyrir að vera svona lík mér ;) Þið vitið hvað ég er að tala um.
þriðjudagur, apríl 25, 2006
mánudagur, apríl 10, 2006
Þetta er orðið fyndið
Jebbs. Ég ákvað að sleppa píparanum fyrir páska fyrst að ég varð veik í einaoghálfa viku og komst ekki í hina alræmdu íbúð.
Helene hjálpaði mér í gær og ég held sveimérþá að það séu þrjú herbergi að verða tilbúin til innflutnings! En það breytir svo sem engu, við flytjum ekki fyrr en við erum komin með baðherbergi.
Þannig að ég er í tómstundum mínum byrjuð að skrifa umsóknir aftur. Búin að senda fimm eftir að ég vaknaði upp af dvala (flenzunni). Ég er voðalega stolt af sjálfri mér.
Við erum svo á leiðinni á klakann, í veitslu (hljómar eins og tékkneska, en er færeyska) og skírn hjá ástkærum bróður mínum. Jei, ég var farin að sakna fjölskylduboðanna! Brauðtertur, here I come! ;)
Jebbs. Ég ákvað að sleppa píparanum fyrir páska fyrst að ég varð veik í einaoghálfa viku og komst ekki í hina alræmdu íbúð.
Helene hjálpaði mér í gær og ég held sveimérþá að það séu þrjú herbergi að verða tilbúin til innflutnings! En það breytir svo sem engu, við flytjum ekki fyrr en við erum komin með baðherbergi.
Þannig að ég er í tómstundum mínum byrjuð að skrifa umsóknir aftur. Búin að senda fimm eftir að ég vaknaði upp af dvala (flenzunni). Ég er voðalega stolt af sjálfri mér.
Við erum svo á leiðinni á klakann, í veitslu (hljómar eins og tékkneska, en er færeyska) og skírn hjá ástkærum bróður mínum. Jei, ég var farin að sakna fjölskylduboðanna! Brauðtertur, here I come! ;)
mánudagur, mars 27, 2006
Jæja jæja
Þá er að síga ró á mig. Píparinn kom náttúrulega ekki í síðustu viku en kannski í lok þessarar viku. Allt sem hefur verið sagt við mig í þessu máli hefur annað hvort verið lygi eða misskilningur, ef ekki bæði. Ég trúi engum meir. Kemur í ljós NÚNA að lagnirnar eru EKKI ólöglegar, sem þýðir að þær verða eins og þær eru áfram. Það þýðir þó ekki að málið verði minna flókið fyrir það. Og það þýðir heldur ekki að við fáum baðherbergi fyrr en í lok maí. Hvað er málið með þetta bað?
Eitt er víst. Þetta er óhuggulegur bransi.
Þá er að síga ró á mig. Píparinn kom náttúrulega ekki í síðustu viku en kannski í lok þessarar viku. Allt sem hefur verið sagt við mig í þessu máli hefur annað hvort verið lygi eða misskilningur, ef ekki bæði. Ég trúi engum meir. Kemur í ljós NÚNA að lagnirnar eru EKKI ólöglegar, sem þýðir að þær verða eins og þær eru áfram. Það þýðir þó ekki að málið verði minna flókið fyrir það. Og það þýðir heldur ekki að við fáum baðherbergi fyrr en í lok maí. Hvað er málið með þetta bað?
Eitt er víst. Þetta er óhuggulegur bransi.
föstudagur, mars 17, 2006
Asskoti taka framkvæmdir mikinn tíma
Þetta verður bara aldrei búið! Er ekki einu sinni búin að lakka, en var með heilan flokk um helgina í málningarvinnu. Það er þó að komast svipur á þetta og ég er loksins búin að ná í pípara húsfélagsins sem ætlar líklega (vonandi) að koma og ganga frá lögnum í næstu viku. Og þá má hefjast handa við að múra (nei, nei, hrópuðu hendurnar).
Annars gistum við Tobi á Hvidovre sjúkrahúsi um helgina, því pollinn drakk svosem einn sopa af shellakki (sem er notað til að "loka" við, (þ.e.a.s. tré með kvistum)). Klaufaskapur. En við sluppum með skrekkinn og hann fékk ekki lungnabólgu. Hins vegar er hann veikur núna, en ég kenni veðrinu um. Drullukuldi og grámygla.
Já. Þetta voru raunir atvinnulausrar konu.
Þetta verður bara aldrei búið! Er ekki einu sinni búin að lakka, en var með heilan flokk um helgina í málningarvinnu. Það er þó að komast svipur á þetta og ég er loksins búin að ná í pípara húsfélagsins sem ætlar líklega (vonandi) að koma og ganga frá lögnum í næstu viku. Og þá má hefjast handa við að múra (nei, nei, hrópuðu hendurnar).
Annars gistum við Tobi á Hvidovre sjúkrahúsi um helgina, því pollinn drakk svosem einn sopa af shellakki (sem er notað til að "loka" við, (þ.e.a.s. tré með kvistum)). Klaufaskapur. En við sluppum með skrekkinn og hann fékk ekki lungnabólgu. Hins vegar er hann veikur núna, en ég kenni veðrinu um. Drullukuldi og grámygla.
Já. Þetta voru raunir atvinnulausrar konu.
miðvikudagur, febrúar 22, 2006
Allt á floti alls staðar
Var svo heppin að fá valtarakall í þrotlausa vinnu hérna hjá mér. Það voru náttúrlega bornar í hann veitingarnar og það voru bjórpásur á hálftíma fresti. Ég gerði ekki annað en að baka og hella uppá kaffi.
Nei, eins og allir vita sem þekkja mig eitthvað af viti, er ég ekki manneskja til að standa í húsmóðurstörfum, þannig að ég var í múrverki og öðru. Gummi frændi er líka búinn að standa sig eins og hetja við að mixa eldhúsinnréttinguna, meitla niður veggi og annað. Frábært að fá svona gaura með sér, allt gerist miklu hraðar þegar fleiri eru saman.
Kærar þakkir til allra sem hafa droppað inn og haft hönd í bagga. There´s still a long way, og þið vitið hvar ég á heima! ;)
Ennþá eru myndir hérna hjá mér. Vantar að vísu updateringu, verð að taka myndir á morgun.
Var svo heppin að fá valtarakall í þrotlausa vinnu hérna hjá mér. Það voru náttúrlega bornar í hann veitingarnar og það voru bjórpásur á hálftíma fresti. Ég gerði ekki annað en að baka og hella uppá kaffi.
Nei, eins og allir vita sem þekkja mig eitthvað af viti, er ég ekki manneskja til að standa í húsmóðurstörfum, þannig að ég var í múrverki og öðru. Gummi frændi er líka búinn að standa sig eins og hetja við að mixa eldhúsinnréttinguna, meitla niður veggi og annað. Frábært að fá svona gaura með sér, allt gerist miklu hraðar þegar fleiri eru saman.
Kærar þakkir til allra sem hafa droppað inn og haft hönd í bagga. There´s still a long way, og þið vitið hvar ég á heima! ;)
Ennþá eru myndir hérna hjá mér. Vantar að vísu updateringu, verð að taka myndir á morgun.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)